145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:59]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Hér erum við að mæta kröfum minni framleiðenda og birgja vegna þess að ekki er samræmi milli skila á virðisaukaskatti og áfengisgjaldi. Af ákveðnum öryggissjónarmiðum er tíðari innheimta á áfengisgjaldinu en virðisaukaskattinum. Til að mæta aukinni byrði minni framleiðenda og innflytjenda á þessu sviði, mæta þeim í þessari auknu fjárbindingu, leggur meiri hlutinn til að innheimta á áfengisgjaldi fari með breytingartillögu í einn mánuð.