145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[12:05]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég segi já við þessari tillögu enda ber ég hana fram sjálf og er þar af leiðandi talsverður stuðningsmaður hennar. Ég tel að hér skorti heildarsýn í því hvernig við viljum standa að gjaldtöku af auðlindum okkar og atvinnulífinu. Mér finnst vanda heildarsýnina. Orkuskatturinn var hluti af ákveðinni heildarsýn á síðasta kjörtímabili sem snerist um að við ættum að setja í samhengi auðlindanýtingu og skattstefnu. Ég lýsi eftir slíkri stefnumótun en sé að hv. þingmenn meiri hlutans vilja ekki fylgja okkur á þeirri vegferð.

Ég segi já við þessari tillögu.