145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:14]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Þó að ég fagni því vissulega að hætt hafi verið við að skera niður framlag til umboðsmanns Alþingis um 13 milljónir hefði ég gjarnan viljað að við hefðum það í okkur að samþykkja 14,7 millj. kr. aukafjárframlag til umboðsmanns Alþingis þannig að hann gæti stundað frumkvæðisrannsóknir sem er mjög brýnt að umboðsmaður hafi svigrúm til, enda höfum við ítrekað séð mikilvægi þessa hluta starfsemi embættisins.