145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:15]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég legg til að þessi tillaga verði felld vegna þess að meiri hluti fjárlaganefndar hefur fallið frá niðurskurði sínum hjá umboðsmanni Alþingis upp á 13 milljónir. Það kom til vegna þess að embættið var fært í húsnæði Alþingis og þarf því ekki að greiða leigu sem það gerði áður en nú höfum við fundað um þetta í meiri hluta fjárlaganefndar og leggjum til að meðal annars sú upphæð sem við ætluðum að fella niður falli ekki niður heldur verði akkúrat sett í frumkvæðisrannsóknir þannig að talan í frumvarpinu stendur.