145. löggjafarþing — 64. fundur,  20. jan. 2016.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[19:12]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni fyrir góða ræðu eins og hans er von og vísa.

Hann fór einmitt yfir muninn á lyfsölu og umgjörð um hana og áfengissölu í matvöruverslunum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að í stjórnmálaumræðunni sé almennt ekki talið að hið opinbera eigi að standa fyrir verslunarrekstri, það kunni þó að eiga við ef það er á sviðum sem einkaaðilar sjái sér ekki hag í. Það eigi alls ekki við um áfengissölu, það sé nú aldeilis þannig að einkaaðilar sjái sér hag í henni. Við vitum það. Það er mikill áhugi á þessu hjá sumum þeirra sem reka matvöruverslun.

Mig langaði að spyrja hv. þingmann: Snýst þetta í hans huga um að ríkið eigi að reka þetta af því hann sem vinstri sinnaður stjórnmálamaður hafi trú á ríkisrekstri? Eða eru einhverjar aðrar ástæður að baki þess að hann telur að áfengissölu sé best fyrir komið í einokunarsölu ríkisins?