145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[14:25]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég tek heils hugar undir það með hv. þingmanni að það er alveg fráleitt að vista málaflokka eftir því hvaða ráðherrar sitja í ráðuneytum.

Það væri þá nær að skipa ráðherrunum niður í þau ráðuneyti þar sem málaflokkarnir eiga heima en að snúa þessu öllu á haus eins og verið er að gera með þessu.

Þetta stríðir í raun og veru gegn góðum gildum í stjórnsýslu. Þetta stríðir gegn stjórnfestu og þeim markmiðum sem við setjum okkur og hafa nú almennt verið óumdeild í stjórnsýslunni. Þetta kallar á geðþóttastjórnsýslu og er hvorki traustvekjandi né faglegt og ekki til þess fallið að bæta neinu fyrir málaflokkinn eins og fyrir honum er komið. Þvert á móti.