145. löggjafarþing — 93. fundur,  7. apr. 2016.

tilkynning um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun.

[10:32]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseta hefur borist svofellt bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu:

„Í lögum nr. 123/2015, um opinber fjármál, er í 1. mgr. 7. gr. kveðið á um að ráðherra skuli leggja fyrir Alþingi eigi síðar en 1. apríl ár hvert tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hið skemmsta, svo og greinargerð þar sem kynnt er stefnumótun fyrir eintstök málefnasvið A-hluta ríkissjóðs og hvernig hún samræmist markmiðum um þróun tekna og gjalda.

Slík þingsályktun hefur ekki verið lögð fram áður en vinna að gerð tillögunnar hefur farið fram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, í samvinnu við önnur ráðuneyti, frá því að lögin tóku gildi þann 1. janúar sl. Vegna umfangs þeirrar vinnu er ljóst að ekki tekst að ljúka við gerð tillögunnar innan þeirra tímamarka sem fram koma í tilvitnaðri grein laga um opinber fjármál. Stefnt er að því að hún verði lögð fram svo fljótt sem verða má en þó helst eigi síðar en 8. apríl nk.“