145. löggjafarþing — 93. fundur,  7. apr. 2016.

trúverðugleiki ráðherra.

[11:50]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Hv. þingmaður er gjarnan í essinu sínu við aðstæður eins og nú hafa skapast. Ég man eftir „Kæri Jón“-bréfinu sem skrifað var fyrir nokkrum árum (Gripið fram í.) þegar … Nú, þetta þykir vera ómálefnalegt, heyri ég frá hv. þingmanni, ómálefnalegt, en ég er bara að benda á að hann nær sér oft vel á strik við (Gripið fram í.)aðstæður eins og þessar. (Forseti hringir.)

Nú er það svo (Gripið fram í.)að hv. þingmaður vék að því hér (Gripið fram í.) að það væri siðlaust að fara eftir CFC-löggjöfinni. Þá stendur eiginlega bara eftir sú spurning: Er CFC-löggjöfin, sem var afgreidd hér á þingi, siðleysa? Það er spurningin sem hv. þingmaður er að velta upp. Ég bið menn aðeins að hugleiða það.