145. löggjafarþing — 98. fundur,  14. apr. 2016.

húsnæðissamvinnufélög.

370. mál
[14:27]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Ég kem hér til að mæla fyrir einni lítilli breytingartillögu sem er tæknilegs eðlis. Ég les hana, en þar segir:

„Orðin „sbr. lokamálslið 1. mgr. 3. gr.“ í 2. mgr. c-liðar 25. gr. (28. gr. c) falli brott.“

Þessi breyting kemur til af því að 3. gr. laganna var felld brott, enda er þarna um endurtekningu á ákvæðum að ræða sem eru sambærileg í lögum um samvinnufélög sem gilda um húsnæðissamvinnufélög. Þetta er einföld og tæknileg breyting en mikilvæg, því að rétt skal vera rétt.