145. löggjafarþing — 99. fundur,  18. apr. 2016.

upplýsingar kröfuhafa slitabúanna.

[15:22]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Hér er borin upp spurning sem kom upp á fundi í nefnd í morgun. Mér er ekki kunnugt um þessa umræðu. Mér skilst á fyrirspurninni að verið sé að inna eftir því hvort við ætlum að grípa til ráðstafana ef í ljós kemur að í Panama-skjölunum eru einhverjir Íslendingar sem hafa átt kröfur á slitabúin. Ég ætla að segja um þetta almennt að það er alveg augljóst að skattyfirvöld munu nota þau gögn sem voru keypt og öll önnur úrræði til þess að komast yfir upplýsingar um það hvort hér á landi séu skattskyldir aðilar að fela sig, nýta sér aflandssvæði eða lágskattalönd, til þess að skjóta sér undan löglegum skattgreiðslum. Meira get ég í raun og veru ekki sagt um það.

Varðandi hitt atriðið ætla ég að halda því til haga að forustumenn stjórnarflokkanna mættu á fund til forsætisráðherra, ég tók eftir því (Forseti hringir.) en ég var ekki á þeim fundi, ég fylgdist með því þegar þeir komu út. Það var eins og þeir hefðu verið fyrir (Forseti hringir.) einhverja allt aðra þingflokka en eru á þinginu síðar þann sama dag, vegna þess að þá var einhver allt annar (Forseti hringir.) tónn kominn í málið.