145. löggjafarþing — 117. fundur,  24. maí 2016.

dómstólar.

615. mál
[15:13]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, hæfi lögmanna, það væri breyting á lögmannalögum. Það varð niðurstaðan úr þessari vinnu sem fór fram í ráðuneytinu að bíða með að ráðast í breytingar á þeim lögum þar til þessi löggjöf hér væri orðin að veruleika, þannig að það væri alveg ljóst hver grunnurinn væri áður en farið yrði að hrófla við, ef til stendur, reglum sem birtast okkur í lögmannalögunum. Það verður þá, þegar þar að kemur, hluti af bandormi sem þarf þá að fara í gegnum þingið. Vonandi mun það gerast á haustdögum.

Það er of snemmt að lofa því að það verði þannig. Við vitum að það eru kosningar fram undan og hlutirnir taka sinn tíma. En grundvöllurinn er sá að þessi löggjöf fari hér í gegn áður en farið er í slíkar breytingar.