145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

útlendingar.

728. mál
[12:09]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði við 2. umr. um ný útlendingalög. Heildarendurskoðun laga um útlendinga hefur átt sér stað. Markmið þeirra breytinga sem við sjáum hér stað er að bæta þjónustu við þá sem þurfa að nýta löggjöfina, auka skilvirkni og gæði stjórnsýslunnar, hafa í huga hagræðingu við nýtingu fjármagns, styðja við íslenskan vinnumarkað og auka samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu. Það er mjög mikil vinna sem liggur að baki þessu viðamikla máli og þetta er viðamesta frumvarp sem allsherjar- og menntamálanefnd hefur tekist á við á kjörtímabilinu. Vinnan gekk vel og ég þakka mjög gott samstarf í allsherjarnefnd sem og í þverpólitísku þingmannanefndinni sem þáverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, setti á fót og núverandi innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, hélt áfram með og lagði svo fram þetta frumvarp. Það er stór áfangi sem hér næst og ég trúi því að frumvarpið, (Forseti hringir.) verði það að lögum, sé mikil réttarbót fyrir alla þá sem á þurfa að halda.