145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

útlendingar.

728. mál
[12:26]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Þetta var undarleg athugasemd. Hv. þingmaður (BjG: Nei.) komst að í samræmi við það sem hún hafði beðið um. (BjG: Nei.) Forseti ræður því í fyrsta lagi og í öðru lagi er það þannig að forseti var með í höndunum fjölda nafna þingmanna sem vildu taka til máls og gerði það af fyllstu sanngirni að gefa hv. þingmanni orðið í samræmi við það sem skrifað hafði verið niður á mælendaskrá.