145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

útlendingar.

728. mál
[12:29]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Hér er um heildarendurskoðun laga að ræða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fram fer heildarendurskoðun á stórum lagabálkum. Fram hefur farið óvenjumikil umræða um þessi mál. Bæði var málið sent til umsagnar á vef ráðuneytisins á sínum tíma og síðan var þingmannanefndin í umfangsmiklu samráði um málið á vinnslustigi. Fyrir utan það hefur allsherjarnefnd farið mjög gaumgæfilega yfir það, hitt fjölda gesta og fjallað um málið á fjölmörgum fundum. Það er því ekkert óeðlilegt við að við stígum það stóra og góða og mikla skref að gera þetta frumvarp að lögum hér í dag. Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur öll að ná þessum áfanga og í þessari samstöðu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)