145. löggjafarþing — 133. fundur,  16. ág. 2016.

námslán og námsstyrkir.

794. mál
[17:09]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það stendur hér, þetta er síðasta setningin á fyrstu blaðsíðu frumvarpsins:

„Nám sem er skipulagt samhliða vinnu er ekki aðstoðarhæft hjá sjóðnum.“

Þá er mikilvægt að allsherjar- og menntamálanefnd taki þessar umræður hér með sér inn í sína vinnu og við höfum öll sama skilning á þessum hlut.

Svo greiða ekki allir vinnuveitendur því auðveldlega leið að fólk geti verið í krefjandi námi samhliða vinnu. Fólk þarf jafnvel að minnka … (Gripið fram í.) — nú er ég að tala um annað. Ef maður velur að minnka í samráði við vinnuveitanda, taka nám en vinnuveitandi sér fram á að maður geti ekki sinnt 100% vinnu (Gripið fram í.) — já, og maður minnkar vinnuna í 80% eða hvað, getur þá viðkomandi tekið eitthvert námslán?

Þetta er þá útfærsluatriði og það hefur eitthvað verið hugsað fyrir því og það er mjög gott.

Hvað ætlaði ég að ræða annað? Nú er ég búin að gleyma því, það er farið þannig að ráðherra sleppur við pilluna frá mér núna.