145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

vextir og verðtrygging.

817. mál
[17:00]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Það hefði verið mjög gaman að ræða við hv. þm. Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem nýverið kom fram í fjölmiðlum til að auglýsa þetta frumvarp um afnám verðtryggingar en hv. þingmaður hafði reyndar ekki séð frumvarpið og ég geri ráð fyrir að hv. þingmaður sé ekkert sérstaklega ánægður með það. Maður hefði annars gert ráð fyrir að viðkomandi hv. þingmaður væri hér að fjalla um það.

Mér finnst mjög skringilegt að heyra ekki meira í þeim sem börðust hvað mest fyrir þessum málaflokki, þingmönnum Framsóknarflokksins, bæði fyrir og eftir kosningar. Það væri mjög gaman að heyra hvort til standi að koma með einhverjar breytingartillögur á þessu máli þegar það kemur fyrir þingnefnd. Því óska ég eftir að heyra í hv. þingmönnum Framsóknarflokksins um þetta mál.