145. löggjafarþing — 146. fundur,  5. sept. 2016.

framhald og lok þingstarfa.

[17:13]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Það er leiðinlegt að halda áfram með þetta en það verður bara að vera skýrt að þegar ríkisstjórnin ákveður að halda kosningar einhvern tíma seinna um haustið þarf að rífast og skammast til að fá dagsetningu. Svo kemur dagsetningin, þá þarf að rífast og skammast til að vita hvenær þinginu lýkur til að vita hvort kosningar verði þá á þessum rétta tíma eða ekki. Það er full ástæða til að vera tortrygginn í þeim efnum, því miður. Það er reynslan sem við höfum þurft að sætta okkur við hérna í gegnum tíðina. Það gengur ekki gagnvart lýðræðinu, gagnvart kjósendum, virðulegi forseti, að menn sýni ekki meiri metnað til að fá þetta á hreint. Við verðum að geta vitað hvernig við ætlum að haga okkar störfum. Við erum á leiðinni í kosningar. Það að ríkisstjórn noti kosningar á þann hátt að dagsetning þess hvenær þinginu lýkur fyrir þær sé notuð í einhvers konar, ja, maður veltir fyrir sér, sé notuð í pólitískum tilgangi. Það er algerlega ólíðandi, virðulegi forseti.