145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[14:57]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Það er náttúrlega með ólíkindum að þurfa að koma upp í pontu Alþingis og frábiðja sér þann málflutning að maður sé dýraníðingur. Hérna eru tvær tillögur. Önnur segir að Matvælastofnun sé skylt að fella niður allan opinberan stuðning. Hin segir að Matvælastofnun sé heimilt að fella niður opinberan stuðning. Ég er búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri en ég er enginn sérfræðingur hjá Matvælastofnun og hef að mínu viti ekki menntun einu sinni til að starfa þar þótt auglýst væri starf þar, þannig að ég ætla að láta þá um að ákveða hvenær heimildin er notuð til þess að fella niður stuðninginn. Ég segi já.