145. löggjafarþing — 152. fundur,  14. sept. 2016.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

853. mál
[13:12]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er með ólíkindum að hæstv. umhverfisráðherra skuli ekki standa vörð um þennan málaflokk á þann veg að þau risamál sem hér á að fara með í gegnum þingið á síðustu dögum þess fái ekki faglega umfjöllun hjá þeim þingmönnum og þeirri þingnefnd sem hefur sérhæft sig í að fara í gegnum málefni er lúta t.d. að friðlýsingu. Það er alveg ljóst að ef þetta fer inn í atvinnuveganefnd er verið að setja ákveðinn pólitískan tón um hvert á að stefna með þetta mál og það mun svo sannarlega ekki, forseti, greiða fyrir málinu á síðustu dögum þingsins því að þá er ljóst að ekki verður fagleg umfjöllun um málið, þá er ljóst að hæstv. umhverfisráðherra sem á að standa vörð um umhverfi okkar, er ekki umhverfisráðherra. Það er bara ljóst.