145. löggjafarþing — 152. fundur,  14. sept. 2016.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

853. mál
[13:36]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir kom hér með mjög skynsamlega miðlunartillögu. Ég tek undir óskir hennar og fer fram á það að hæstv. forseti geri hlé á fundi og setjist yfir það með hæstv. umhverfisráðherra, sem gerði það að tillögu sinni að þetta mál færi í nefnd sem það á ekki að fara í samkvæmt þingsköpum, hvort ráðherra geti sætt sig við miðlunartillögu hv. þm. Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Ef það gengur ekki fer ég fram á það, hæstv. forseti, að forseti standi með þinginu og setji það ekki í hendur framkvæmdarvaldsins að túlka þingsköp eftir eigin hentugleika heldur láti þá fara fram vinnu þar sem farið verði yfir það, þar sem við förum hina íslensku lögfestuleið, hvort þetta sé yfir höfuð fær leið og hvort við eigum sem Alþingi að láta bjóða okkur þetta. (Forseti hringir.) Þetta eru mínar tillögur og ég óska eftir því að forseti fari að óskum okkar þingmanna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)