145. löggjafarþing — 155. fundur,  22. sept. 2016.

breyting á almannatryggingalöggjöfinni.

[11:08]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (ber af sér sakir):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp til að bera af mér sakir. Hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði í ræðu sinni áðan að ég sem persóna bæri ekki hag bænda fyrir brjósti. Ég frábið mér svona ummæli, sérstaklega frá manni sem þekkir ekki af eigin raun hag bænda, hefur ekki alist upp á sauðfjárbúi eins og ég og hefur ekkert hugmyndaflug [Hlátur í þingsal.] til þess að ímynda sér hvernig bændur gætu haft það betra við kerfisbreytingar í landbúnaði. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)