145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

afgreiðsla EES-máls og hugsanlegt brot á stjórnarskrá.

[12:02]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Við gerð EES-samningsins komst nefnd fjögurra sérfræðinga á vegum utanríkisráðuneytisins að þeirri niðurstöðu, í nefndaráliti í júlí 1992, að samningurinn rúmaðist innan valdheimilda 21. gr. stjórnarskrárinnar, en jafnframt að ekki væri loku fyrir það skotið að þróun samningsins yrði á þann veg að það mat breyttist. Í þessari nefnd sat Stefán Már Stefánsson, sá sem hér er um rætt. Nú hefur hann stigið fram og tekið undir það með Björgu Thorarensen að hér sé um slíkt valdaframsal að ræða að það rúmist ekki innan stjórnarskrárinnar. Er ekki rétt að við stöldrum við, förum betur yfir þetta mál og að framsóknarmenn hér í salnum hætti að þráast við þegar kemur að valdaframsalsheimildinni í stjórnarskránni og breytingum á henni. Við þurfum að gera breytingar til þess að geta gert (Forseti hringir.) þetta vel. Ég bið um það enn og aftur: Vöndum okkur og stígum varlega til jarðar.