145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[12:46]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er á svona stundum sem ég minnist þess þegar ég hóf hér störf í fyrsta sinn og upplifði það og sá hversu skarpar línurnar urðu fljótlega á milli hins svokallaða stjórnarmeirihluta og hinnar svokölluðu stjórnarandstöðu.

Þegar við erum að ræða stjórnarskrána þá erum við öll sammála um að við viljum halda hana í heiðri. Hér er lögmætur ágreiningur til staðar, hann er málefnalegur. Hann er ekki til þess að vera með leiðindi, hann er vegna þess að okkur er ekki sama og ég veit að meiri hlutanum er ekki heldur sama. En með hliðsjón af þeirri staðreynd ætla ég að biðja hv. þingmenn að muna hvernig atkvæðataflan mun líta út á eftir.