145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

kjarabætur til öryrkja og ellilífeyrisþega.

[11:44]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Það sem ég hef verið að reyna að leggja áherslu á er að mæta þeim ólíku sjónarmiðum sem fram komu í nefndinni. Það er aldrei þannig að allir geti fengið allt sem þeir vilja heldur verða menn að horfa til einhvers konar málamiðlunar. Við erum núna að láta kostnaðarmeta tillögurnar því að vegna þess ágreinings sem varð má segja að breytingarnar sem verið var að leggja til hafi aldrei verið kostnaðarmetnar. Vonandi mun það skýrast á næstu dögum. Væntanlega tekur það samt aðeins lengri tíma að fá niðurstöðu hvað það varðar.

Hugsunin þar er að horfa til þess að þeir sem koma nýir inn í kerfið fari þá í starfsgetumat og þeir sem eru fyrir í kerfinu geti valið hvort þeir vilja fara inn í nýtt kerfi eða vera í óbreyttu kerfi fyrir. Síðan er horft til þess hvað við getum gert til að efla sérstaklega endurhæfingarlífeyrinn, lengja tímabilið sem fólk getur verið á endurhæfingarlífeyri (Forseti hringir.) til að hjálpa því að komast aftur inn á vinnumarkaðinn. (Forseti hringir.) Það sem ég tel mest um vert er að taka af krónu á móti krónu skerðinguna (Forseti hringir.) sem er það sem mun skipta mestu máli fyrir þá lífeyrisþega sem hafa minnst.