145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

dagskrá næsta fundar.

[15:45]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég þakka forseta úrskurðinn. Það er út frá bókstafnum rétt að það er rúm túlkun af hans hálfu að tillöguna megi þegar í stað taka til afgreiðslu. En það er ástæða til að rifja upp að þegar sú breyting var gerð á kjörtímabilinu 1995–1999, hygg ég, að minni hlutanum í þinginu var falin formennska í tveimur nefndum var við sama tækifæri gerð breyting á þingskapalögum sem tryggði að þingsalurinn sjálfur gæti hvenær sem er kallað mál út úr þeim nefndum. Ef formennirnir úr röðum minni hlutans létu ekki að vilja meiri hlutans hefði salurinn alltaf vald til þess að taka málið til umræðu og hefðu menn þá tækifæri til að skila nefndarálitum inn í salinn eftir því sem þeir svo kysu.

Ég hvet þingmenn til að samþykkja fram komna dagskrártillögu. Nái hún ekki fram að ganga, eins og mér skildist af orðum forseta allar líkur benda til, hvet ég hann aftur til að (Forseti hringir.) fresta fundi þangað til stjórnarmeirihlutinn hefur einhverja áætlun um hvað hann vill gera í þessum sal yfir höfuð.