145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

höfundalög.

870. mál
[12:31]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og svo oft áður þegar hv. Píratar taka til máls um höfundaréttarmál og höfundaréttarvarið efni verð ég að viðurkenna að ég næ ekki utan um málflutninginn, því miður. Ég skil ekki alveg forsendurnar. Ég vil skýra mínar forsendur fyrir því að ég greiði atkvæði með þessu máli. Það er leitast við að koma til móts við höfunda af því að það er afritun á efni þeirra. Það er gott að við gerum það. Ég er dálítið hrædd við þessa leið, verð ég að segja, af því að ég er hrædd um að í fyllingu tímans og eftir því sem þinginu hentar verði þessi liður bara lækkaður niður og það er ekki nógu gott fyrir höfunda. Ég hefði talið betra að hafa gjald á tæki sem við notum, ipada, tölvur o.fl., (Forseti hringir.) sem væri lagt á þessar vörur og við greiddum fyrir sem neytendur og þá værum við vonandi búin að leysa þessi mál.