145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

höfundalög.

870. mál
[12:36]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Eins og komið hefur fram var hluti af þessu frumvarpi felldur brott. Það sem mér finnst svo rosalega mikilvægt við lagasetningar af þessu tagi er að þær séu í samræmi við þann veruleika og þá tækniþróun og menningu sem við búum við. Það sem maður hefur alltaf mestar áhyggjur af þegar kemur að höfundarétti er að höfundarnir sjálfir, listamennirnir sem skapa, fá yfirleitt minnst. Það eru þeir sem eru hinir svokölluðu rétthafar, sem eru yfirleitt stór fyrirtæki, sem fá langstærstan hluta af kökunni. Ég vona svo sannarlega að þessi lagabreyting verði til þess að listamennirnir sjálfir fái peningana sína en ekki rétthafafélögin.