145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[17:52]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Vinna að kerfisbreytingu almannatryggingakerfisins hefur staðið yfir í nær áratug. Við í Samfylkingunni styðjum þá kerfisbreytingu sem hér er leidd í lög, en hörmum að ekki hafi um leið náðst samkomulag við örorkulífeyrisþega. Við munum styðja þær breytingar sem lúta að kerfisbreytingu og allar tillögur til hækkunar í frumvarpinu. Við getum hins vegar ekki samþykkt að hækka eigi lífeyrisaldur þegar Alþýðusamband Íslands lýsir yfir svo harðri andstöðu vegna þess forsendubrests sem varð við það að frumvarp til breytinga á lögum um opinbera starfsmenn fór ekki í gegnum þingið. Við í Samfylkingunni munum því styðja kerfisbreytingu og hækkanir sem felast í þessu frumvarpi en sitja hjá við afgreiðslu málsins.