146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

útlendingar.

29. mál
[11:46]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Skilvirkni er vissulega mikilvæg en ekki forgangsmál þegar um er að ræða réttindi einstaklinga. Virðulegur flutningsmaður minnist hér á að hún hafi engar áhyggjur af því að Útlendingastofnun muni ekki sinna málinu af fagmennsku. Ég hef sjálf skipt mér talsvert af þessum málaflokki og unnið í honum og er því meðvituð um að þar verða ýmis mistök og regluleg. Oft er ekki tekið tillit til einstaklingsbundinna aðstæðna fólks. Ég mælist því til þess að það verði tekið til mjög ítarlegrar skoðunar hvernig réttindi þeirra einstaklinga sem er vísað úr landi áður en þeir fá endanlega málsmeðferð í stjórnsýslunni verða tryggð ef þetta er ætlunin hjá þingheimi.