146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[12:50]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að viðhafa þau vinnubrögð að eiga sem best samráð við þingið. Ég hóf það samráð í morgun með því að boða fulltrúa minnihlutaflokkanna á Alþingi á fund í fjármála- og efnahagsráðuneytinu til að kynna þeim þá stefnu sem hér er lögð fram í dag. Ég dreg ekki úr mikilvægi þess að þingmenn sinni þessu máli sem allra best og það sé sem mest og best samráð milli ráðuneytisins og þingmanna, hvar í flokki sem þeir standa, um þá stefnu. Hins vegar má ekki gleyma því að þegar stefnan hefur verið samþykkt þá er hún stefna Alþingis en ekki bara stefna ríkisstjórnarinnar.