146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[12:55]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Herra forseti. Það er hvorki á dagskrá að lækka skatta né að hækka þá verulega. Það er hins vegar getið um það í stefnu ríkisstjórnarinnar að það gæti verið að við myndum breyta skattlagningunni. Við tölum þar t.d. um græna skatta. Við tölum um öðruvísi afgjald í sjávarútvegi. Við tölum um að innheimta gjöld af ferðamönnum, t.d. með bílastæðagjöldum. En það er líka talað um að tryggingagjaldið verði lækkað í öruggum skrefum á kjörtímabilinu. Þannig að svarið er nei. Heildartekjurnar verða af svipaðri stærðargráðu eftir sem áður.