146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

jafnréttisákvæði í frumvarpi um dómstóla.

[14:12]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Það er nauðsynlegt að hafa svona staðreyndir á hreinu. Árið 2012 var gefin út grein af vísindamönnum þar sem var farið yfir hlutdrægni starfsfólks hjá háskólum og þar komumst við að því að bæði kvenkyns starfsfólk og karlkyns starfsfólk fylgdi karlkyns umsækjendum, hvort sem starfsfólkið var karlkyns eða kvenkyns, þá bæði varðandi stöðuveitingu og laun. Það er því ekki einfaldlega þannig að konur munu ráða konur og karlar ráða karla. Það er flóknara en það.