146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[15:28]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Samkvæmt orðanna hljóðan; það getur vel verið samkvæmt orðanna hljóðan, en ég trúi því ekki að Alþingi ætli að taka sér það vald að fara á svig við mat hæfnisnefndar að geðþótta eða eftir kvóta. Það er nefnilega það sem mig grunaði að þetta ákvæði, breytingartillagan, væri kannski hugsuð þannig (Gripið fram í.) — til að tryggja að ráðherra og þingi væri það í sjálfsvald sett að taka geðþóttaákvörðun um þetta, víkja frá þeim hæfasta. Það getur vel verið að stundum sé ástæða til þess og ég er ekki alltaf sammála mati nefnda. Það er algjört skilyrði í mínum huga að ef Alþingi eða aðrir ætla að víkja frá mati hæfnisnefndarinnar (Forseti hringir.) þá séu rök fyrir því sem eru gild. (Gripið fram í.) Það eru bara almennar reglur um það.