146. löggjafarþing — 33. fundur,  27. feb. 2017.

radíókerfi og fjarskiptakerfi.

137. mál
[19:25]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langaði til þess að spyrja ráðherra um annars konar tækni sem væri hægt að nýta til dreifingar á netsambandi, t.d. Super Wi-Fi sem notar lægri tíðni en sjónvarpstíðnina til þess að ná tengingum við netið og er mun langdrægari en núverandi þráðlaus tækni, og hvort einhver annars konar tækni en gervihnattasamband hafi verið skoðuð til þess að ná tengingu í dreifðum byggðum eða jafnvel heilum borgum.