146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[20:02]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er skýrt að lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla gilda þegar hæfnisnefndin hefur lokið starfi sínu og ráðherra stendur frammi fyrir því að tveir aðilar eða fleiri séu jafnir. Þá gilda jafnréttislög. Með leyfi forseta, ætla ég að vitna í meirihlutaálit nefndarinnar:

„… og leggur meiri hlutinn áherslu á að ráðherra hafi að markmiði í því samhengi að kynjahlutföll verði sem jöfnust í hópi skipaðra dómara.

Fyrir nefndinni komu fram sjónarmið um að taka þyrfti núverandi fyrirkomulag við skipun dómara til endurskoðunar, m.a. með hliðsjón af kynjasjónarmiðum. Meiri hlutinn leggur hins vegar áherslu á mikilvægi þess að vinna við skipun dómara við Landsrétt geti hafist og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.“

Bætingin bætir engu við.