146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:22]
Horfa

Nichole Leigh Mosty (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er ekki að gefast upp. Það vil ég segja. Ég er á fyrstu skrefunum og þetta er maraþon. Þetta er eitthvað sem við verðum að fylgja eftir af ábyrgð og það mun ég gera þau fjögur ár sem ég verð hér, ef þetta frumvarp fer í gegn. Ég mun fylgja því eftir. Ég mun ekki gefast upp og við munum taka málefnalega umræðu og samtöl um það.

Hvað varðar meðflutning minn á frumvarpinu sagði ég í upphafi að ég tel að rödd mín hafi meira vægi innan hópsins. Það stend ég við. Hvað varðar þessi tvö ár þá veit ég sáralítið um töfra og get þess vegna ekki svarað. En ég vil segja að við munum kannski koma okkur upp ákveðum vinnubrögðum. Ég nefni þetta hérna, varðandi aðgerðir á vegum OECD og WHO og alls þess, þeir tala um að samtvinna starfsemi okkar í kringum neyslu og sölu. Á þessum tveimur árum getum við kannski ákveðið hvernig við ætlum að hegða okkur í þessu, hvernig við sinnum þessum málum. (Gripið fram í.) Vonandi er þetta byrjunin á því.