146. löggjafarþing — 38. fundur,  2. mars 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[16:26]
Horfa

Lilja Alfreðsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki hissa á að hv. þingmaður spyrji með þessum hætti. Þetta er eitt af því sem við höfum áhyggjur af, að áhættan í kerfinu sé að fara að aukast verulega. Það er ákveðin tilhneiging til þess að taka ákveðnar stöður, mögulega gegn krónunni, segjum að menn séu búnir að taka erlent lán og þeir hafi áhyggjur af því að krónan sé að fara að veikjast verulega og þá fari þeir og taki enn frekari lán til að verja sig gegn því. Þannig að auðvitað erum við að auka áhættuna er varðar fjármálastöðugleika.