146. löggjafarþing — 45. fundur,  21. mars 2017.

Þjóðhagsstofnun.

199. mál
[16:31]
Horfa

Flm. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég heyri að við hv. þingmaður erum algerlega sammála um þetta mál. Það er gott. Ég vona að hér sé meiri hluti fyrir samþykkt málsins. En það eru ekki aðeins þingmenn sem þurfa á þessari stofnun að halda og þeirri sérfræðiþekkingu og færni sem væri þar að finna heldur líka fjármálaráðið. Fjármálaráðið þarf sannarlega á meiri stuðningi að halda. Það skiptir máli að það sé óvilhöll stofnun sem veitir allar upplýsingar. Enn og aftur, kærar þakkir fyrir andsvarið.