146. löggjafarþing — 48. fundur,  27. mars 2017.

viðvera umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:09]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Frú forseti. Þau eru orðin ansi mörg, málin sem við þurfum að ræða við hæstv. umhverfisráðherra um. Ég hafði í hyggju að ræða hér um Mývatn og vona að hún hafi tækifæri til þess að heyra þann boðskap héðan úr ræðustól frá mér um að ég vil gjarnan eiga við hana orðastað um nákvæmlega það mál. Um leið tek ég undir þær aðfinnslur sem hafa komið fram hér að við eigum að fá fjarvistarskýringu um leið og ráðherrar boða fjarvist með svona stuttum fyrirvara eins og raun ber vitni.