146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[17:41]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Ekki samdi ég lög um opinber fjármál og þar á að setja einhver viðmið. Að jafnaði getum við kannski notað þessa stærð til að gera okkur í hugarlund hvað er að gerast, en það eru örugglega fleiri stærðir sem hægt er að nota og ég veit að hv. þingmaður hefur á takteinunum. Verg landsframleiðsla er erfið viðureignar fyrir okkur, við erum að elta þessa upphæð, sem er ákveðin ágiskun; þegar við erum að búa til lán, erum að búa til skuldir, þá erum við að búa til nýja peninga og reyna að forðast verðbólgu eða verðhjöðnun og ýmislegt svoleiðis. Þetta er ákveðin leikfimi sem (Forseti hringir.) ég held að vert væri að taka fleiri breytur inn í. (Forseti hringir.) Það er í raun svar mitt.