146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[19:09]
Horfa

Theodóra S. Þorsteinsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það að sveitarfélögin eru ekki komin langt í þeirri vinnu að framfylgja lögum um opinber fjármál. Það kom fram hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga að ekki er raunhæft að fara í mjög nákvæma vinnu, uppgjör sveitarfélaganna eru ólík enn þann dag í dag. Framtíðaráætlanir ná bara til þriggja ára og ýmislegt bendir til þess þrátt fyrir það, a.m.k. er það mín upplifun, sé skuldahlutfallið að lækka mjög hratt hjá sveitarfélögum. Það er mín upplifun og ég hef ekki miklar áhyggjur af því að við náum ekki markmiðum um betri stöðu. Hvað varðar upplýsingar og samræmdar fjárhagsáætlanir þá erum við mjög skammt á veg komin við að ná árangri í þeim málum.