146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[19:20]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að tvímælalaust sé nauðsynlegt að taka þessa umræðu áfram og skoða einmitt hver er besta leiðin fyrir okkur að fara, hvernig við förum með almannafé.

Skiptum þá pínulítið um gír, förum aðeins yfir í ferðamennskuna. Þar bað ég einmitt um í fjárlaganefnd ákveðna greiningu á því hvað stöðnun í fjölda ferðamanna eða jafnvel lítilsháttar fækkun, eða hvað myndi bara breyting á fjölda ferðamanna hafa t.d. á hagvöxt? Það held ég að skipti rosalega miklu máli í þessari fjármálastefnu, hver þróun ferðamanna verður hérna á næstu árum upp á það hvort það skili þeim hagvexti sem þarf til að viðhalda skuldaniðurgreiðslunni sem stefnan gerir ráð fyrir.