146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[14:59]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er nokkurn veginn nákvæmlega lýsandi fyrir það hugarástand sem ég hef átt við að glíma undanfarna daga, í þeim vangaveltum sem ég hef þurft að fara yfir þegar ég les mig í gegnum þessa stefnu, hvernig hún á að vera. Ég get skilið að við erum í innleiðingarferli. En það er samt hægt að afsaka ýmislegt. Það væri alveg hægt að setja ýmislegt í þessa fjármálastefnu sem kannski væri ekki alveg fullkomlega að uppfæra lögin en alla vega í áttina. Hérna vantar bara allt, það er algerlega tómt, það er ekki einu sinni reynt. Það er ekkert um skattaþróun eða þróun tekna nema bara að það eigi að fylgja vergri landsframleiðslu. Ekkert um skattana til dæmis. Þegar vantar meira að segja það að reyna þá getur maður ekki fyrirgefið. Það er ekki hægt að afsaka þá. (Forseti hringir.) En ef það er að minnsta kosti reynt getur maður skoðað það á þeim forsendum, hvort það sé að minnsta kosti verið að reyna en vanti bara gögn til að gera betur. Þá væri kannski allt í lagi að haga sér á annan hátt. En þetta er að minnsta kosti, eins og ég segi, tómt og ég tel að við ættum bara að henda þessu út.