146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[15:34]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt, þetta fer minnkandi yfir tímabilið, það er ágætt sem slíkt. En það veldur mér samt áhyggjum vegna þess að nú vitum við að þetta á ekkert eftir að geta staðist. Þegar um er að ræða þær ríkisskuldir sem eftir eru þá erum við að tala um mögulega lækkun þeirra um 20 milljarða á ári ef vel gengur. Segjum að það fari upp í 30 milljarða, hvað á það eftir að skila okkur í raunverulegum vaxtasparnaði af þessum 70 milljörðum sem við greiðum í dag? Þá á þetta kannski eftir að fara niður í 69 milljarða, 68, skríða kannski niður fyrir 67 á tímabilinu ef vel gengur. Nú geri ég ekki ráð fyrir sölu bankanna. Ég get ekki séð að þetta gangi upp vegna þess að vaxtasparnaðurinn sem næst mun aldrei vera nægur til þess að jafna út á móti þeirri (Forseti hringir.) breytingu sem verður vegna minnkunar á aukningu á vergri landsframleiðslu.