146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[17:02]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hér ræðum við grundvallarplagg nýrrar hæstv. ríkisstjórnar sem hefur talað um mikilvægi þess að eiga samtal og samvinnu við hv. þingheim. Ég man ekki betur en að hinn nýi flokkur Viðreisn hafi mikið talað um mikilvægi þessa í nýafstaðinni kosningabaráttu. Eitt stærsta kosningaloforð, ef við megum ræða það svo, hv. þingmanna og hæstv. ráðherra Bjartrar framtíðar var bætt vinnubrögð, að hér ætti að bæta vinnubrögð með aukinni samvinnu og auknu samtali. En þessir hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar sjást ekki í sölum Alþingis að eiga það samtal. Þetta fordæmi ég og ég óska eftir þessum hv. þingmönnum og hæstv. ráðherrum og kem því á framfæri við hæstv. forseta Alþingis.