146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[19:29]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þessi spurning og vangaveltur um að hið kapítalíska hagkerfi og græna stefnan geti ekki farið saman tengist auðvitað beint því sem ég kom inn á í ræðu minni, um að hagvöxtur sé í rauninni forsenda fyrir þessari fjármálastefnu. En hagvöxtur, ef við horfum til þess hvernig hagkerfi landa á 19. og 20. öld og það sem af er 21. aldar ganga alltaf út á það að stækka, gera meira, framleiða meira, er í algjörri andstöðu við grænu stefnuna og loftslagsmálin. Þarna togast á andstæð sjónarmið þannig að ég tel að þetta gangi ekki upp.

Nú verð ég, herra forseti, að viðurkenna þá hneisu að hafa gleymt spurningu hv. þingmanns, en hef mér það til afsökunar að nú er klukkan orðin hálf átta.