146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

beiðni um sérstaka umræðu.

[15:19]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Frú forseti. Við eigum afmæli í dag. Það er eitt ár síðan Panama-skjölin birtust þjóðinni og við fengum að sjá að í landinu býr hópur auðmanna sem sér ekkert að því að skjóta peningum í skattaskjól frekar en að greiða til samneyslunnar. Það er kaldur veruleiki að við stöndum hér og getum ekki rætt fátækt, hina hliðina á þessum peningi, hvernig við getum nýtt samneysluna til að létta þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu lífið. Það hefði verið ágætt að ræða hér annaðhvort skattaskjól eða fátækt frekar en að fara að sinna verkstjórn fyrir ríkisstjórn sem kemur allt of seint fram með mál.