146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

beiðni um sérstaka umræðu.

[15:20]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegi forseti. Trauðla verður málsvörnin aumari en hjá mannasættinum mikla, hv. þm. Birgi Ármannssyni. Þetta er nokkuð lýsandi fyrir það viðhorf sem mér finnst ríkja hjá hv. stjórnarmeirihluta og hæstv. ráðherrum í garð Alþingis. Hér hefur ekki verið neitt til umræðu af ríkisstjórnarmálum af því að þau hafa einfaldlega ekki komið. Viðhorfið er einhvern veginn þannig: Jæja, krakkar mínir, nú eruð þið búin að fá að leika ykkur, tala um það sem þið viljið tala um og þetta sem engu máli skiptir, þetta þus í ykkur þarna, krakkar mínir. Nú erum við, stóra fólkið, komin með öll okkar mál. Ryðjið nú ykkar dóti til hliðar, við þurfum að fara að sinna alvöru málsins. Hvað kemur okkur við, ríkisstjórn ríka fólksins, fátækt á Íslandi?