146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

vegabréf.

405. mál
[15:00]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra andsvarið og mun leggja það til við allsherjar- og menntamálanefnd að hún kynni sér málið í þaula og þá sérstaklega með tilliti til kostnaðargreiningar. Hæstv. ráðherra talar um að þessi lagabreyting muni ekki hafa áhrif á það þjónustustig sem íslenskum ríkisborgurum býðst þegar kemur að vegabréfagerð. En nú spyr ég hvort hæstv. ráðherra sé meðvituð um hvort núverandi fyrirkomulag, með þessu úrelta tæki sem við notumst við núna, ef ég skil hæstv. ráðherra rétt, hafi í för með sér að útgáfa vegabréfa muni úreldast áður en til þessa útboðs kemur. Eða eru einhverjar áhyggjur uppi um að úrelding á þessum tækjabúnaði geti valdið því að þjónustustig við Íslendinga verði lakara eða að vegabréfin okkar verði á einhvern hátt verr á vegi stödd en önnur vegabréf sem njóta betri búnaðar?