146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

skattar, tollar og gjöld.

385. mál
[15:25]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þrátt fyrir að þær breytingar sem um ræðir í frumvarpinu feli ekki í sér verulegar tekjubreytingar fyrir ríkissjóð hefði ég samt sem áður viljað sjá einhvers konar kostnaðarmat á þeim. Ég tel að það sé alltaf til bóta fyrir okkur þegar við leggjum mat á frumvörp til laga sem snúast um skatta, tolla og gjöld.

Varðandi seinni liðinn myndi ég gjarnan vilja fá að heyra nánari útskýringu frá hæstv. fjármálaráðherra. Höfum við þá ekki hingað til uppfyllt alþjóðlegar skuldbindingar okkar eða hefur eitthvað nýtt gerst varðandi alþjóðlegar skuldbindingar okkar sem veldur því að við tökum inn slíkar breytingar er varða grundvöll alþjóðasamninga og tvíhliða samninga, m.a. vegna erlends liðsafla og borgaralegra deilda Atlantshafsbandalagsins, eða eru forsendurnar breyttar? Við því myndi ég gjarnan vilja fá skýrari svör frá hæstv. fjármálaráðherra.